Vilja fund í þingnefnd vegna lögregluaðgerðanna

mbl.is/Júlíus

Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur farið fram á sérstakan fund í allsherjarnefnd þingsins til að fjalla um þá alvarlegu stöðu sem upp kom í dag þegar lögreglulið lét til skarar skríða gegn atvinnubílstjórum sem efnt höfðu til mótmæla.

Segir í beiðni þingmannanna, að mikilvægt sé að komið verði í veg fyrir harðnandi átök og nauðsynlegt í því sambandi að Alþingi fái upplýsingar um tildrög og framvindu atburða dagsins. 

Vilja nefndarmennirnir, að kallaðir verði fyrir nefndina fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og forystumenn vörubifreiðastjóra svo og aðrir  til að afla sem gleggstu upplýsinga um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert