Vill tryggja víðtæka sátt um málefni REI

„Ég tel nægi­legt að um­rædd til­laga meiri­hluta stjórn­ar Orku­veit­unn­ar verði samþykkt á stjórn­ar­fundi enda er um að ræða út­færslu á því sem ákveðið var á eig­enda­fundi fyr­ir skömmu. Ef fram kem­ur krafa um að sér­stak­ur eig­enda­fund­ur verði hald­inn til að af­greiða slíka til­lögu er sjálfsagt að skoða það til að tryggja sem víðtæk­asta sátt um mál­efni REI,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, stjórn­ar­formaður Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) og Reykja­vik Energy In­vest (REI).

Vís­ar Kjart­an þar til ný­legr­ar til­lögu meiri­hluta stjórn­ar OR þess efn­is að gerð verði út­tekt á verk­efn­um REI og verðmat á verk­efn­um þess með það fyr­ir aug­um að fyr­ir­tækið geti ein­beitt sér að ráðgjöf og þró­un­ar­verk­efn­um en hugað að sölu á þeim verk­efn­um sem ekki falla und­ir þá starf­semi.

Eins og fram hef­ur komið tel­ur minni­hluti stjórn­ar að til­lög­una þurfi að ræða á eig­enda­fundi OR þar sem hún gangi í ber­högg við samþykkt eig­enda­fund­ar OR frá fe­brú­ar sl. þar sem eig­end­ur samþykktu að REI ætti áfram að vera í 100% eigu OR og áfram rekið með það hlut­verk að sinna þró­un­ar- og fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um á er­lendri grund.

Aðspurður hversu hátt hlut­fall verk­efna REI sé ein­vörðungu fjár­fest­ing­ar­verk­efni seg­ir Kjart­an að verið sé að fara yfir verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins og meta þau. „Öll verk­efni REI eru fjár­fest­ing­ar­verk­efni í þeim skiln­ingi að kom­ist þau á fram­kvæmda­stig þarf ut­anaðkom­andi fjár­magn til þeirra. Þótt REI losi sig við áhættu í ein­stök­um verk­efn­um er vel mögu­legt að fyr­ir­tækið taki þátt í þeim áfram með sölu á ráðgjöf eða verk­efn­is­stjórn. Það sem skipt­ir mestu máli er að nú­ver­andi meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar hef­ur ekki í hyggju að taka tug­millj­arða króna úr vös­um Reyk­vík­inga og annarra not­enda Orku­veit­unn­ar og verja þeim til áhættu­fjár­fest­inga á viðsjár­verðum mörkuðum,“ seg­ir Kjart­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert