32 Vildarbörn á leið í draumaferðina með fjölskyldu sína

Sigurður og Peggy Helgason afhenda Birni Friðriki Gylfasyni styrkinn í …
Sigurður og Peggy Helgason afhenda Birni Friðriki Gylfasyni styrkinn í morgun. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

32 börn og fjöl­skyld­ur þeirra fengu í dag út­hlutað styrk úr sjóðnum Vild­ar­börn, styrkt­ar­sjóði Icelanda­ir og viðskipta­vina fé­lags­ins. Í styrkn­um felst skemmti­ferð fyr­ir barnið og fjöl­skyldu þess, og er all­ur kostnaður greidd­ur - flug, gist­ing, dag­pen­ing­ar og aðgangs­eyr­ir að sér­stök­um viðburði sem barnið ósk­ar sér.

Er þetta í tí­unda sinn sem er út­hlutað styrkj­um úr sjóðnum en mark­mið hans, sem nú fagn­ar fimm ára af­mæli, er að gefa lang­veik­um börn­um og börn­um sem búa við sér­stak­ar aðstæður tæki­færi til þess að fara í draum­ferð sem þau ættu ann­ars ekki kost á. Nú hafa 210 fjöl­skyld­ur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofn­un hans, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Sjóður­inn Vild­ar­börn er fjár­magnaður með þrenns­kon­ar hætti. Í fyrsta lagi með beinu fjár­fram­lagi Icelanda­ir. Í öðru lagi með frjáls­um fram­lög­um fé­laga í Vild­ar­klúbbi Icelanda­ir sem geta gefið af vild­arpunkt­um sín­um. Í þriðja lagi er sjóður­inn fjár­magnaður með söfn­un af­gangs­mynt­ar um borð í flug­vél­um Icelanda­ir.

„Starf­semi Vild­ar­barna Icelanda­ir bygg­ir á hug­mynd­um og starfi Peggy Helga­son, sem hef­ur um ára­bil unnið sem sjálf­boðaliði á barna­deild­um sjúkra­húsa í Reykja­vík og stutt fjöl­skyld­ur fjölda veikra barna með ýms­um hætti. Hún er nú í stjórn Vild­ar­barna Icelanda­ir. Vernd­ari sjóðsins er frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands og formaður stjórn­ar hans er Sig­urður Helga­son fyrr­um for­stjóri fé­lags­ins. Lands­bank­inn er fjár­gæsluaðili sjóðsins," sam­kvæmt  til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert