Eins og venjulega taka skátar þátt í hátíðarhöldum sumardagsins fyrsta. Þeir héldu af stað í skrúðgöngu frá Arnarhóli klukkan tíu í morgun og ganga þeir að Hallgrímskirkju.
Víða eru skátamessur og verður útvarpað frá Hallgrímskirkju og hófst skátamessan kl. 11:00. Ræðumaður þar er Guðbjartur Hannesson alþingismaður og Skátakórinn mun leiða söng.