Í dag gefst almenningi kostur á að reynsluaka bæði vetnis-, metan- og rafbílum á sýningu sem fram fer á Miðbakkanum í Reykjavík milli kl. 11 og 15.
Borgarstjóri opnaði hátíðina og afhenti fulltrúa Nýsköpunarmiðstöð Íslands lyklana að nýjasta bílnum í vetnisflota landsmanna, Ford Focus efnarafalabíll.
Á sýningunni á Miðbakka er hægt að skoða bæði vetnis-, raf-, metan- og visthæfa bensín- og dísil bíla. Visthæfir bílar eru að verða sífellt áhugaverðari kostur fjárhagslega. Fjölbreytni þeirra hefur aukist mikið að undanförnu og með hækkandi olíuverði gæti notkun á slíkum bíl haft talsverð áhrif á fjárhag almennings og fyrirtækja. Samtímis dregur úr notkun jarðefnaeldsneytis og umhverfismengun minnkar.