Í dag gefst almenningi kostur á að reynsluaka bæði vetnis-, metan- og rafbílum á sýningu sem fram fer á Miðbakkanum í Reykjavík milli kl. 11 og 15.
Borgarstjóri opnaði hátíðina og afhenti fulltrúa Nýsköpunarmiðstöð Íslands lyklana að nýjasta bílnum í vetnisflota landsmanna, Ford Focus efnarafalabíll.