Stjórnarskrá: Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ragnar Axelsson

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undirrituðu á Þingvöllum fyrir tæpu ári segir ríkisstjórnin að muni ekki sækja um aðilda að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili.

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir engan vafa leika á því að það þyrfti að breyta stjórnarskránni ef Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið

Aðild undirbúin?

Um síðustu helgi viðraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að þrátt fyrir að ekki stæði til að sækja um aðild að Evrópusambandinu væri eðlilegt að fyrr en síðar, jafnvel fyrir næstu kosningar, yrðu gerðar breytingar á stjórnarskránni sem heimiluðu Evrópusambandsaðild. Dómsmálaráðherra og samflokksmaður Þorgerðar, Björn Bjarnason, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Í þættinum Mannamál á Stöð 2 í mars vakti hann máls á því að nauðsynlegt væri að til væri einhverskonar vegvísir að inngöngu. „Þú sérð það nú þegar menn eru að leysa deilumál á alþjóðavettvangi þá tala menn um „roadmap“, að það þurfi einhvern vegvísi til þess að átta sig á því hvað á að gera. Ég held að við ættum að draga hann upp,“ sagði Björn í þættinum. „Við þurfum hins vegar að átta okkur á því að þetta snýr ekki síður að heimavinnu sem við þurfum að vinna, við þurfum að gera þennan vegvísi, við þurfum að átta okkur á því,“ bætti Björn við. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir engan vafa leika á því að það þyrfti að breyta stjórnarskránni ef Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið en útfærslur á þeim breytinum eru hluti þess sem Björn sér fyrir sér í vegvísi. „Með aðild yrði stór hluti framkvæmdarvaldsins, löggjafarvalds og ekki síst dómsvaldsins færður til yfirþjóðlegrar stofnunar,“ segir Stefán Már og bætir við: „Það liggur fyrir að innganga í Evrópusambandið felur í sér fullveldisframsal.“ Stefán Már segir að ekki þurfi mikla breytingu til á sjálfri stjórnarskránni. „Það þarf ekki að fara í gegnum alla stjórnarskrána og breyta hverri einustu grein. Þetta er takmörkuð breyting en mjög veigamikil,“ útskýrir hann.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert