Sturla: Ekki á okkar ábyrgð

Frá árásinni við Kirkjusand í dag
Frá árásinni við Kirkjusand í dag mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sturla Jóns­son, talsmaður at­vinnu­bíl­stjóra, seg­ir að maður­inn sem réðst á lög­regluþjón við Kirkju­sand í dag ekki á ábyrgð at­vinnu­bíl­stjóra þrátt fyr­ir að hann hafi tekið þátt í aðgerðum þeirra. Bróðir árás­ar­manns­ins er ósátt­ur við að bíl­stjór­arn­ir þyk­ist ekki kann­ast við einn tals­manna sinna nú.

Maður­inn sem réðst á lög­reglu­mann á geymslu­svæði við Kirkju­sand síðdeg­is í dag þar sem flutn­inga­bif­reiðar, sem hald­lagðar voru af lög­reglu í gær þegar bíl­stjór­ar lokuðu fyr­ir um­ferð um Suður­lands­veg, voru geymd­ar, hef­ur meðal ann­ars talað við Frétta­vef Morg­un­blaðsins und­ir nafni sem talsmaður at­vinnu­bíl­stjóra en hann er flutn­inga­bíl­stjóri. 

Sturla seg­ir að árás­in hafi komið bíl­stjór­um sem voru að sækja bif­reiðar sín­ar al­gjör­lega í opna skjöldu og ekki á ábyrgð at­vinnu­bíl­stjóra. Þeir for­dæmi því árás­ina. 

Guðmund­ur Fylk­is­son, bróðir árás­ar­manns­ins, er ósátt­ur við að at­vinnu­bíl­stjór­ar seg­ist ekki kann­ast við bíl­stjór­ann þar sem hann sé einn þriggja nafn­greindra tals­manna hóps­ins í fjöl­miðlum. „Eða eins og Sturla sagði í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 þá var um veg­far­enda að ræða," seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is 

Guðmund­ur seg­ir að það hljóti all­ir að for­dæma árás­ina en það sé góðum málstað til mik­ils skaða hvernig at­vinnu­bíl­stjór­arn­ir af­greiða þenn­an hluta at­b­urðarrás­ar­inn­ar und­an­farið.

„Maður vel­ur sér ekki ætt­ingja en maður vel­ur sér tals­menn og vini," seg­ir Guðmund­ur sem er mjög ósátt­ur við viðbrögð tals­manna at­vinnu­bíl­stjóra í fjöl­miðlum í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert