„Þetta er ungt og leikur sér,“ sagði Jóhannes Einarsson, skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði, en nemendur hans voru áberandi í uppþotunum við Suðurlandsveg í gær, er þeir birtust í búningum Þriðja ríkisins og heilsuðu að nasista sið.
„Það stóð yfir dimmisjón hjá okkur og einhverjum nemendum fannst kjörið að fara á staðinn og mér skilst að andrúmsloftið hafi nú orðið ögn léttara fyrir vikið, sem hlýtur að vera jákvætt, þó eflaust hafi þetta farið fyrir brjóstið á einhverjum,“ sagði Jóhannes.