Tvær líkamsárásir í gærkvöldi

mbl.is/Júlíus

Tvær lík­ams­árás­ir áttu sér stað í höfuðborg­inni í gær­kvöldi. Önnur var gerð í Tryggvagötu kl. 4:50 þar sem einn maður var lam­inn illa og var hann flutt­ur á slysa­deild og tal­inn al­var­lega slasaður. Ekki er búið að hafa upp á árás­ara­mönn­unu­mog er málið í rann­sókn.

Hin lík­ams­árás­in átti sér stað á skemmti­staðnum Nasa kl. 5:30 en þar var maður sleg­inn í and­litið og var hann flutt­ur á slysa­deild. Einn maður var hand­tek­inn í tengsl­um við málið og gist­ir hann fanga­geymsl­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert