Vetnisljósavél tekin í notkun í Eldingu

Vetnisljósavélin tekin í notkun um borð í Eldingu í morgun
Vetnisljósavélin tekin í notkun um borð í Eldingu í morgun mbl.is/Árni Sæberg

 Fimm árum eft­ir að fyrsta al­menna vetn­is­stöðin í heim­in­um var tek­in í notk­un hér­lend­is, á sum­ar­dag­inn fyrsta 2003, brjóta Íslend­ing­ar á ný í blað í vetn­is­mál­um og taka í notk­un vetn­is­ljósa­vél í hvala­skoðun­ar­bátn­um Eld­ingu en til þessa hafa vetn­istilraun­ir á sjó ein­göngu verið hernaðarlegs eðlis og upp­lýs­ing­ar um þær mjög tak­markaðar. Eld­ing­ar­verk­efnið er hluti af svo­kölluðu SMART-H2 (Sustaina­ble Mar­ine and Road Tran­sport, Hydrogen in Ice­land) verk­efni sem hófst form­lega í nóv­em­ber í fyrra.

„Los­un gróður­húsaloft­teg­unda er meiri á hvert manns­barn á Íslandi en í flest­um öðrum lönd­um heims. Stór hluti af þeirri los­un fell­ur til við eldsneyt­is­bruna. Við þurf­um að finna nýj­ar lausn­ir. Þetta verk­efni er prýðilegt dæmi um frum­kvæði Íslend­inga í rann­sókn­um og nýt­ingu vist­hæfs eldsneyt­is,“ sagði Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra m.a. þegar hún hleypti verk­efn­inu form­lega af stokk­un­um úr stafni Eld­ing­ar­inn­ar við Ægis­garð í morg­un, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Mark­miðið með vetn­is­verk­efn­inu um borð í Eld­ingu er að öðlast skiln­ing á því hvaða áhrif sjáv­ar­hreyf­ing, salt og aðrir álagsþætt­ir hafa á vetn­is­ljósa­vél­ina, eða efn­arafal­ann, sem jafn­framt er studd­ur með raf­geym­um og því um svo­kallað tvinn­kerfi (hybrid) að ræða. Alls get­ur kerfið fram­leitt 10 kW, sem upp­fyll­ir alla raf­orkuþörf Eld­ing­ar­inn­ar, og því kem­ur kerfið að fullu í stað dísil­ljósa­vél­ar­inn­ar sem var um borð í skip­inu, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

„Kerfið um borð í Eld­ingu er hannað og smíðað af inn­lend­um aðilum, fyr­ir utan efn­arafal­ann sjálf­an sem er smíðaður er­lend­is. Jafn­framt hef­ur verið reist dreif­istöð á Ægis­garði sem mun sjá Eld­ing­unni fyr­ir vetni. Fyr­ir­tækið Icelandic Hydrogen bygg­ir dreif­istöðina en það er nú að hasla sér völl á þessu sviði, jafnt inn­an­lands sem utan."

Frá Eldingu í morgun
Frá Eld­ingu í morg­un mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert