Vor í lofti

Sumardagurinn fyrsti er í dag
Sumardagurinn fyrsti er í dag mbl.is/ÞÖK

Sum­ar og vet­ur frusu sam­an að Torf­um í Eyja­fjarðarsveit í nótt en um fjög­ur­leytið var frostið þar 1 gráða. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands fraus sam­an á mjög fáum stöðum í nótt, ein­ung­is í innsveit­um norðaust­an­lands. Í Reykja­vík var 7-8 stiga hiti í nótt. Þykir það boða gott sum­ar ef vet­ur og sum­ar frjó­sa sam­an.

Í bók Árna Björns­son­ar Saga dag­anna kem­ur fram að hvarvetna á land­inu var eft­ir því tekið hvort frost væri á aðfaranótt sum­ar­dags­ins fyrsta svo að vet­ur og sum­ar frysu sam­an. Þótt menn legðu mis­mik­inn trúnað á, var slíkt með fáum und­an­tekn­ing­um talið góðs viti. Flest­ir væntu þess að þá yrði gott und­ir bú, sem merkti að nyt­in úr ánum yrði kost­góð og fitu­mik­il. Aðrir höfðu heyrt að mjólk­in yrði mik­il ef rigndi fyrstu sum­arnótt en ekki að sama skapi kost­góð.

Sum­ir létu sér nægja að huga að skæni á poll­um fyrsta sum­armorg­un, en mjög al­gengt var að setja um kvöldið ílát með vatni und­ir bæj­ar­vegg í skjóli frá morg­un­sól og vitja um eldsnemma.

En menn gerðu fleira til þess að spá til um hvernig viðraði um sum­arið. Til að mynda skiptu far­fugl­arn­ir þar máli. Helstu spá­fugl­arn­ir voru lóan og spó­inn en næst­ir komu hrossa­gauk­ur og þröst­ur, síðan hrafn og márí­átla.

Í bók Árna, Saga dag­anna, kem­ur fram að skipt­ar skoðanir voru um ló­una og töldu menn á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu að lóan væri lít­ill spá­maður og ills vita ef hún kom mjög snemma en norðan og aust­an var henni fagnað sem vor­boða.  

Menn voru hins veg­ar sam­mála um að treysta mætti spó­an­um og öll stór­hret mundu úti þegar hann heyrðist lang­vella.

Á vef Veður­stofu Íslands kem­ur fram að sum­ar­dag­ur­inn fyrsti er í almanak­inu tal­inn ann­ar fimmtu­dag­ur eft­ir Leon­is­dag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtu­dag­ur eft­ir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þess­um tíma er hlýn­un á vori kom­in vel í gang, meðal­hiti 25. apríl er 0,3 stig­um hærri en 19. apríl.

Þó að svalt sé í veðri á þess­um tíma er dag­ur­inn vel val­inn af forfeðrun­um því um þetta leyti skipt­ir á milli kald­ari og hlýrri hluta árs­ins. Sömu­leiðis verða á þess­um tíma ár­viss fjör­brot vetr­ar­ins í háloft­un­um yfir land­inu og sum­arið tek­ur við, þá dreg­ur að jafnaði mjög úr afli veður­kerfa.

Hæsti hiti sem mælst hef­ur í Reykja­vík á sum­ar­dag­inn fyrsta frá 1949 að telja er 13,5°C. Það var árið 1998. Ámóta hlýtt var á sum­ar­dag­inn fyrsta 2004. Á sum­ar­dag­inn fyrsta 1956 fór hiti ekki niður fyr­ir átta stig all­an sól­ar­hring­inn og níu sinn­um hef­ur há­marks­hit­inn verið yfir 10 stig­um. Kald­ast var 1949, lág­marks­hiti sól­ar­hrings­ins -8,9°C, og dag­inn áður var mikið hríðarveður um stór­an hluta lands­ins og sam­göng­ur erfiðar.

Meðal­hiti sól­ar­hrings­ins hef­ur 12 sinn­um verið und­ir frost­marki á sum­ar­dag­inn fyrsta í Reykja­vík og frost hef­ur verið 21 sinni nótt­ina áður. Það hef­ur gerst fjór­um sinn­um á tíma­bil­inu frá 1949 að hiti hef­ur ekki kom­ist upp fyr­ir frost­mark á sum­ar­dag­inn fyrsta; 1949, en þá var sól­ar­hrings­há­markið -2,0 stig, og 1951 var há­marks­hiti á sum­ar­dag­inn fyrsta -0,8 stig. Árin 1967 og 1983 var há­marks­hit­inn 0°C.

Hæsti hiti sem mælst hef­ur á land­inu á sum­ar­dag­inn fyrsta frá 1949 er 19,8 stig. Það var á Ak­ur­eyri 22. apríl 1976. Á sum­ar­dag­inn fyrsta 1949 var frost um land allt, hæsti hiti á skeyta­stöðvum þann dag­inn mæld­ist á Hól­um í Hornafirði -0,2 stig. Tveim­ur árum síðar var hæsti hiti á land­inu á sum­ar­dag­inn fyrsta á Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um 0,0°C.

Lægsti hiti á sum­ar­dag­inn fyrsta frá 1949 mæld­ist á Bark­ar­stöðum í Miðfirði 1988, -18,2°C. Á þessu sama tíma­bili hef­ur það aðeins sex sinn­um gerst að hiti hafi hvergi á land­inu farið niður fyr­ir frost­mark aðfaranótt fyrsta sum­ar­dags og alltaf hef­ur lands­lág­markið verið und­ir 1°C," að því er fram kem­ur á vef Veður­stofu Íslands.

Það er vorlegt í Reykjavík
Það er vor­legt í Reykja­vík mbl.is/​Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert