Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur

Lára Ómars­dótt­ir, fréttamaður á Stöð 2 hef­ur sent frá sér eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu:

„Vegna um­mæla minna sem fyr­ir mis­tök heyrðust í beinni út­send­ingu á vísi.is í gær vil ég taka eft­ir­far­andi fram.

 Á orðunum mátti skilja að ég væri reiðubú­in til að sviðsetja at­b­urði fyr­ir mynda­vél­ar Stöðvar 2. Það dytti mér aldrei í hug að gera enda brot á grund­vall­ar­regl­um blaðamennsku. Þetta var sagt í full­komn­um hálf­kær­ingi  og ein­ung­is ætlað eyr­um sam­starfs­manns.  Það dytti eng­um minna sam­starfs­manna í hug að taka orð af þessu tagi bók­staf­lega en alþekkt er að á milli okk­ar fjúki ým­is­legt gráglettið. Stund­um er það til spennu­los­un­ar á álags­stund.

Mér þykir afar miður að þessi orð skuli hafa farið fyr­ir eyru al­menn­ings og að það hvarfli að ein­hverj­um að draga trú­verðug­leika minn, eða minna sam­starfs­manna,  í efa á for­send­um þess­ara mistaka. Það ætti að vera næsta aug­ljóst að þessi um­mæli voru ekki sett fram í al­vöru og ég ít­reka að sviðsetn­ing at­b­urða í frétta­tíma er svo al­var­legt brot á meg­in­regl­um míns starfs að ég léti mér slíkt aldrei til hug­ar koma."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert