Ekki rætt um Evrópusambandið

Frétt birtist á heimasíðu breska forsætisráðuneytisins í gær, eftir fund Gordon Brown og Geirs H. Haarde í Downing-stræti, þar sem sagt var að Evrópusambandsmál hefðu verið rædd á fundi ráðherranna, í ljósi þess að vaxandi líkur væru á ESB-aðild Íslendinga.

Ekkert hafði verið minnst á slíkar umræður í þeim tilkynningum sem íslenska forsætisráðuneytið hafði sent út, enda svaraði Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður ráðherra því til við blaðamann að breska fréttin væri kolröng. „Þarna hefur orðið einhver samsláttur, því rætt var um hernaðarlega samvinnu á fundinum, og Evrópusambandið ekkert rætt.“

Hafði ráðuneyti Geirs beint því til systurráðuneytisins í Bretlandi að fréttin yrði lagfærð, og hafði það verið gert í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert