Kauptilboði Novator tekið

Fríkirkjuvegur 11
Fríkirkjuvegur 11 Árvakur/Sverrir

Novator fagn­ar því að meiri­hluti borgaráðs hafi samþykkt fyr­ir sína hönd kauptil­boð fé­lags­ins í hús­eign­ina að Frí­kirkju­vegi 11, en Reykja­vík­ur­borg aug­lýsti eft­ir til­boðum í húsið fyr­ir rúmu ári. Er það ósk Novators að nú geti all­ir vel­unn­ar­ar þessa merka hús og Hall­argarðsins sem um það ligg­ur, snúið bök­um sam­an við upp­bygg­ingu húss­ins og um­hverfi þess. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar.

„Stór­hýsið að Frí­kirkju­vegi 11 er ein­stakt í ís­lenskri bygg­inga­sögu auk þess sem húsið teng­ist starfi og viðburðaríkri ævi Thors Jen­sens órjúf­an­leg­um bönd­um en hann reisti húsið árið 1908, ól þar upp börn sín og bjó þar lengsta hluta ævi sinn­ar.

Novator hygg­ur á fjöl­breytta starf­semi í hús­inu þar sem sögu húss­ins og Thors Jens­sens verður gert hátt und­ir höfði. Von­ast fé­lagið eft­ir góðu og far­sælu sam­starfi við borg­ar­yf­ir­völd og borg­ar­búa alla við þá upp­bygg­ingu sem laða mun al­menn­ing á nýj­an leik að þess­um fal­lega stað í miðbæ Reykja­vík­ur," sam­kvæmt til­kynn­ingu.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert