Kauptilboði Novator tekið

Fríkirkjuvegur 11
Fríkirkjuvegur 11 Árvakur/Sverrir

Novator fagnar því að meirihluti borgaráðs hafi samþykkt fyrir sína hönd kauptilboð félagsins í húseignina að Fríkirkjuvegi 11, en Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í húsið fyrir rúmu ári. Er það ósk Novators að nú geti allir velunnarar þessa merka hús og Hallargarðsins sem um það liggur, snúið bökum saman við uppbyggingu hússins og umhverfi þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.

„Stórhýsið að Fríkirkjuvegi 11 er einstakt í íslenskri byggingasögu auk þess sem húsið tengist starfi og viðburðaríkri ævi Thors Jensens órjúfanlegum böndum en hann reisti húsið árið 1908, ól þar upp börn sín og bjó þar lengsta hluta ævi sinnar.

Novator hyggur á fjölbreytta starfsemi í húsinu þar sem sögu hússins og Thors Jenssens verður gert hátt undir höfði. Vonast félagið eftir góðu og farsælu samstarfi við borgaryfirvöld og borgarbúa alla við þá uppbyggingu sem laða mun almenning á nýjan leik að þessum fallega stað í miðbæ Reykjavíkur," samkvæmt tilkynningu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert