Nýr meirihluti í Bolungarvík

Fulltrúar A- og D-lista í bæjarstjórn Bolungarvíkur mynduðu nýjan meirihluta skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Hefur D-listi þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og A-listi einn.

Elías Jónatansson, oddviti D-lista, tekur við embætti bæjarstjóra.

Meirihlutasamstarf A-lista og K-lista í bæjarstjórn Bolungarvíkur sprakk síðastliðinn mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert