Óþekkt loftfar á íslenska flugstjórnarsvæðinu

Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum varð vart við óþekkt loftfar á íslenska flugstjórnarsvæðinu á miðvikudag.

Ratsjárstofnun tilkynnti loftfarið um kl. 8 á miðvikudagsmorgun, um 70–80 sjómílur fyrir utan lofthelgi Íslands, og var vélin komin út af íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir kl. 13, en hún flaug langan hring réttsælis umhverfis landið.

Flugvélar breska hersins fóru til móts við loftfarið og auðkenndu það, og sneru síðan aftur heim.

Flugstoðum hafa ekki borist upplýsingar frá breska hernum, en að sögn upplýsingafulltrúa Flugstoða er talið að um rússneska herflugvél hafi verið að ræða. Flugvélar þaðan hafa farið samskonar eftirlitsflug með reglulegu millibili undanfarin ár.

Vélin hafði ekki látið vita af sér en flaug alllágt svo að almennri flugumferð stafaði ekki hætta af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert