Rýmingu lokið á Miklubraut

Á þriðja tug lögreglumanna tók þátt í að ryðja Miklubrautina við gatnamót Kringlumýrarbrautar en um eitt hundrað ungmenni höfðu komið sér fyrir á götunni. Stöðvaðist öll umferð um Miklubrautina í vestur vegna aðgerða ungmennanna. Fyrirskipaði lögreglan þeim að yfirgefa svæðið eða vera handtekin að öðrum kosti.

Miklar tafir urðu á umferð um Miklubrautina á fjórða tímanum en samkvæmt upplýsingum frá blaðamanni mbl.is sem er á staðnum er umferðin að færast í eðlilegt horf á ný. 

Lögregla að reka ungmennin í burta af Miklubrautinni.
Lögregla að reka ungmennin í burta af Miklubrautinni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka