Rýmingu lokið á Miklubraut

00:00
00:00

Á þriðja tug lög­reglu­manna tók þátt í að ryðja Miklu­braut­ina við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar en um eitt hundrað ung­menni höfðu komið sér fyr­ir á göt­unni. Stöðvaðist öll um­ferð um Miklu­braut­ina í vest­ur vegna aðgerða ung­menn­anna. Fyr­ir­skipaði lög­regl­an þeim að yf­ir­gefa svæðið eða vera hand­tek­in að öðrum kosti.

Mikl­ar taf­ir urðu á um­ferð um Miklu­braut­ina á fjórða tím­an­um en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá blaðamanni mbl.is sem er á staðnum er um­ferðin að fær­ast í eðli­legt horf á ný. 

Lögregla að reka ungmennin í burta af Miklubrautinni.
Lög­regla að reka ung­menn­in í burta af Miklu­braut­inni. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka