Steingrímur Sævarr: Lára er maður að meiri

Steingrímur Sævarr Ólafsson tók við uppsögn Láru Ómarsdóttur.
Steingrímur Sævarr Ólafsson tók við uppsögn Láru Ómarsdóttur.

„Lára er maður að meiri að hafa axlað ábyrgð í þessu máli og með uppsögn sinni sýnir hún að hún áttar sig á því að orðum fylgir ábyrgð, jafnvel þó þau séu sögð í hálfkæringi,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fréttastjóri Stöðvar 2, um uppsögn Láru Ómarsdóttur, fréttamanns á stöðinni.

„Það er rétt að undirstrika að fréttastofan hefur ekki, og mun ekki, taka þátt í sviðssetningu eða neinu slíku. Við lítum svo á að með þessari uppsögn sem ég hef tekið við sé málinu lokið,“ segir Steingrímur sem telur að Lára hafa tekið rétta ákvörðun í málinu

„Ég hefði ekki tekið við uppsögninni ef ég hefði verið á annarri skoðun. Þegar ég hlustaði á hennar útskýringar á uppsögninni var ég sammála henni. Hún metur það sem svo að annars gæti bæði hún sem fréttamaður, og ekki síður fréttastofan, skaðast.“

Aðspurður segist Steingrímur ekki hafa hvatt Láru til þess að segja starfi sínu lausu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert