Umhverfisviðurkenningar afhentar

Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólarræstingar tók við Kuðungnum úr hendi Þórunnar …
Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólarræstingar tók við Kuðungnum úr hendi Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.

Sól­ar­ræst­ing hlaut Kuðung­inn, um­hverfis­viður­kenn­ingu um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, við at­höfn í Perlunni í dag, á Degi um­hverf­is­ins. Við sama tæki­færi voru nem­end­ur úr Lýsu­hóls­skóla og Foss­vogs­skóla út­nefnd­ir varðliðar um­hverf­is­ins. Þá var sýn­ing­in Vist­vænn lífs­stíll opnuð þar sem 25 fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og fé­lög sýna vist­væn­ar vör­ur og þjón­ustu.

Kuðung­ur­inn er viður­kenn­ing á því fram­lagi sem viðkom­andi fyr­ir­tæki hef­ur veitt til um­hverf­is­mála og öðrum fyr­ir­tækj­um hvatn­ing til að leggja enn meira að mörk­um í um­hverf­is­mál­um. Það var Þór­steinn Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri Sól­ar­ræst­ing­ar sem tók við Kuðungn­um úr hendi Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra.

 Nem­end­ur úr Lýsu­hóls­skóla og Foss­vogs­skóla voru út­nefnd­ir varðliðar um­hverf­is­ins við at­höfn í Perlunni í dag. Varðliðar um­hverf­is­ins er verk­efna­sam­keppni á veg­um um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, Land­vernd­ar og Nátt­úru­skóla Reykja­vík­ur. Til­gang­ur keppn­inn­ar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í um­hverf­is­vernd, vekja at­hygli á sýn ungs fólks á um­hverf­is­mál og kalla eft­ir leiðsögn yngri kyn­slóðar­inn­ar á því sviði. Tvö verk­efni fengu viður­kenn­ingu:

Kar­en Hjart­ar­dótt­ir, nem­andi í 10. bekk Lýsu­hóls­skóla á Snæ­fellsnesi, bjó til Græn­fána­spilið. Spilið leiðir fólk í gegn­um ýmis um­hverf­is­verk­efni á skemmti­leg­an hátt og mark­miðið er að flagga Græn­fán­an­um. Það hef­ur Lýsu­hóls­skóli gert síðan árið 2003 en mark­visst hef­ur verið unnið að um­hverf­is­mál­um í skól­an­um í anda Staðardag­skrár síðan árið 2001.

Síðara verk­efnið fjall­ar um veggjakrot og um­gengni í skóla­hverf­inu og var unnið af nem­end­um í 5., 6. og 7. bekk Foss­vogs­skóla. Foss­vogs­skóli hef­ur líkt og Lýsu­hóls­skóli verið í far­ar­broddi grunn­skóla lands­ins í um­hverf­is­mennt. Í verk­efn­inu er tekið á um­geng­is­mál­um í hverf­inu með aðstoð nem­enda. Nem­end­ur kort­lögðu veggjakrot í hverf­inu, skemmd­ar­verk alls kon­ar og slæma um­gengni. Reiknaður var út kostnaður við að mála yfir veggjakrot í hverf­inu og það tjón sem hverfið verður fyr­ir sök­um þessa. Unn­in voru póst­kort úr end­urunnu efni og á þau skrifuð ýmis kon­ar slag­orð tengd­um góðri um­gengni við nátt­úr­una og nán­asta
um­hverfi og þau bor­in út í til íbúa í hverf­inu, sam­kvæmt því sem fram kem­ur á vef um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert