Ungmenni tefja umferð

Ungmennin loka fyrir umferð
Ungmennin loka fyrir umferð mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Um eitt hundrað ungmenni tefja umferð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Hafa þau lokað fyrir umferð á beygjuakreinum og hafa virt tilmæli lögreglunnar að vettugi um að yfirgefa svæðið, að sögn blaðamanns mbl.is sem er á staðnum. Hafa þau einnig stöðvað alla umferð vestur Miklubraut.

Vegna þessa hafa skapast miklar raðir á Miklubrautinni í vesturátt og nær bílalestin austur fyrir Grensásveg.  Hefur lögregla brugðið á það ráð að beina umferðinni um Háaleitisbraut.

Ungmenni tefja umferð um Miklubraut og Kringlumýrarbraut
Ungmenni tefja umferð um Miklubraut og Kringlumýrarbraut mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka