Vistvænn lífsstíll Reykvíkinga kannaður

Viðhorf borgarbúa til vistvæns lífsstíls kannað.
Viðhorf borgarbúa til vistvæns lífsstíls kannað. mbl.is/Golli

Borgarráð fól í dag umhverfis- og samgönguráði að láta framkvæma könnun á viðhorfi borgarbúa til umhverfismála.

Borgarráð vill láta kanna viðhorf borgarbúa til vistvæns lífsstíls en það er þema Dags umhverfisins og viðfangsefni sýningar sem stendur yfir í Perlunni.

„Við viljum vita hvar Reykvíkingar vilja gera betur í umhverfismálum, upplýsingar sem könnunin veitir verða notaðar til að gera borgina ennþá grænni,“ er haft eftir Gísla Marteini formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í fréttatilkynningu frá Umhverfis-og samgöngusvið Reykjavíkurborgar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert