Björgunarviðbrögð æfð í Eyjum

Landhelgisgæslan kom til aðstoðar við björgunaræfinguna.
Landhelgisgæslan kom til aðstoðar við björgunaræfinguna. mbl.is/Guðmundur Freyr Jónsson

Flug­slys var sviðssett á flug­vell­in­um í Vest­manna­eyj­um skömmu eft­ir há­degi í dag. Mark­mið æf­ing­ar­inn­ar er að æfa sam­hæf­ingu björg­un­araðila við björg­un í kjöl­far um­fangs­mik­ils hóp­slyss. Að sögn Hrafn­hild­ar Brynju Stef­áns­dótt­ur hef­ur æf­ing­in sem enn stend­ur yfir tek­ist með ágæt­um.

Kveikt­ir voru eld­ar í bíl­flök­um og léku sjálf­boðaliðar látna og slasaða sem sátu fast­ir í bíl­um sem komu í stað flug­vélaflaks. Beita þurfti klipp­um á til að ná sum­um af hinum „slösuðu" út.

Átti að láta líta svo út að 40 sæta flug­vél hefði brot­lent við flug­brautar­end­ann og eld­ur komið upp í henni. Að sögn Hrafn­hild­ar Brynju er eitt af mark­miðum æf­ing­ar­inn­ar fyr­ir utan að bjarga og greina þá sem slösuðust er að finna flug­rit­ann í flak­inu.

Alls taka á þriðja hundrað manna þátt í æf­ing­unni og koma þeir alls staðar að af land­inu. Slökkviliðin frá höfuðborg­ar­svæðinu og Ak­ur­eyri taka bæði þátt, Land­helg­is­gæsl­an, Lands­spít­al­inn, Land­lækn­ir, Flug­stoðir, Bisk­ups­stofa og Rík­is­lög­reglu­stjóri ásamt Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björgu, Rauða krossi Íslands, Rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa, Flug­mála­stjórn, Neyðarlín­unni og Flug­fé­lagi Íslands sem einnig taka þátt í þess­ari viðamiklu æf­ingu.

„Þessi æf­ing nýt­ist við gerð flug­slysa­áætl­un­ar sem er gerð í sam­vinnu við al­manna­varn­ir en þessi vinnu­brögð sem verið er að æfa hér þau nýt­ast í hvaða hóp­slysi sem er," sagði Hrafn­hild­ur að lok­um.

Viðamiklar björgunaræfingar standa nú yfir í Vestmannaeyjum.
Viðamikl­ar björg­un­aræf­ing­ar standa nú yfir í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd Flug­stoðir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert