Eldur lagður að íbúðarhúsi

Eldur var lagður að blaðabunkum og læstist hann í gólfteppi …
Eldur var lagður að blaðabunkum og læstist hann í gólfteppi fyrir innan dyrnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eld­ur var lagður að tveim­ur blaðabunk­um við inn­ganga í sam­býl­is­hús að Hraun­bæ 4-6 í Árbæn­um í Reykja­vík í nótt. Eld­ur­inn náði að læsa sig í tréþil og þaðan fór hann innund­ir úti­dyrn­ar og logaði eld­ur í teppi í stiga­gangi er lög­reglu og slökkvilið bar að garði um klukk­an 5 í nótt.

Varðstjóri lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sagði að málið væri litið mjög al­var­leg­um aug­um og væri í rann­sókn. Sót og reyk lagði um stiga­gang­inn og inn í íbúðir.

Lög­regl­an seg­ir að bet­ur hafi farið en á horfðist en tölu­vert tjón hafi skap­ast af íkveikj­unni. Málið er í rann­sókn. 

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins slökkti eld­inn á skömm­um tíma og voru íbú­arn­ir beðnir að halda sig inn­an­dyra á meðan stiga­gang­ur­inn var reykræst­ur. 

Eldur var lagður að blaðabunkum og læstist hann í gólfteppi …
Eld­ur var lagður að blaðabunk­um og læst­ist hann í gólf­teppi fyr­ir inn­an dyrn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Íbúar voru beðnir að halda sig innandyra á meðan stigahúsið …
Íbúar voru beðnir að halda sig inn­an­dyra á meðan stiga­húsið var reykræst. mbl.is/​Jim Smart
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka