Fríkirkjuvegur 11 ekki seldur?

Fríkirkjuvegur 11.
Fríkirkjuvegur 11. Friðrik Tryggvason

Þor­leif­ur Gunn­laugs­son borg­ar­full­trúi Vinstri grænna tel­ur að ekki sé búið að ganga end­an­lega frá söl­unni á Frí­kirkju­vegi 11 og seg­ir hann að enn sé hægt að koma í veg fyr­ir að kaup­and­inn fái 750 fer­metra leigu­lóð og heim­ild til marg­háttaðra breyt­inga á al­menn­ings­garðinum utan lóðamarka .

Í átta liða yf­ir­lýs­ingu frá Þor­leifi seg­ir: „Vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um Frí­kirkju­veg 11 í vil ég koma á eft­ir­far­andi á fram­færi:

    1.    Ekki er búið að ganga frá sölu á Frí­kirkju­vegi 11. Það verður í fyrsta lagi gert á fundi borg­ar­stjórn­ar 6. maí nk. Þar munu 15 borg­ar­full­trú­ar taka af­stöðu til kaup­samn­ings­ins, þar á meðal borg­ar­stjóri en hann hef­ur ekki at­kvæðis­rétt í borg­ar­ráði.

    2.    Slík­ir mein­bug­ir voru á gögn­um sem lögð voru fyr­ir borgaráð í gær að ætla má að borg­ar­ráðsfull­trú­um hafi verið gert ómögu­legt að taka upp­lýsta ákvörðun og af yf­ir­lýs­ing­um borg­ar­stjóra má ætla að hann hafi verið blekkt­ur.
    3.    Í gögn­un­um er mikið mis­ræmi á milli texta og teikn­inga sem eru þó hluti af samn­ingn­um.  Þar er m.a. verið að hundsa nauðsyn­lega deili­skipu­lags­vinnu vegna hverf­is­vernd­ar, en hún myndi leiða til lög­boðinn­ar grennd­arkynn­ing­ar og aug­lýs­ing­ar þar sem all­ur al­menn­ing­ur fengi tæki­færi til að koma at­huga­semd­um sín­um á fram­færi.  Lýðræðis­leg vinnu­brögð eru því virt að vett­ugi. Í kaup­samn­ings­drög­um er ekki tek­in afstaða til forn­minja á svæðinu sem kaup­andi hyggst skemma með vit­und borg­ar­inn­ar sbr. teikn­ing­ar sem fylgdu.

    4.    Borg­ar­stjóri læt­ur hafa eft­ir sér í rík­is­út­varp­inu í gær að ekki sé hægt að hætta við söl­una þar sem „bind­andi samn­ing­ur hafi verið kom­inn á“. Sé  svo, þá á það aðeins við um húsið og 900 m² lóð sem aug­lýst var til sölu. Á sín­um tíma ákvað borg­ar­stjórn eft­ir mikl­ar umræður að bjóða þetta út og ekk­ert annað.


    5.    Eft­ir stend­ur að í drög­um að kaup­samn­ingi hef­ur verið bætt við 750 m²leigu­lóð og heim­ilaðar marg­háttaðar breyt­ing­ar á al­menn­ings­garðinum utan lóðarmarka auk þess sem kaup­andi fær neit­un­ar­vald gagn­vart frek­ari breyt­ing­um eft­ir það.

    6.    Til­lögu VG í borg­ar­stjórn 15. apríl s.l. um að leitað yrði leiða til að aft­ur­kalla söl­una á Frí­kirkju­vegi 11 var vísað frá.

    7.    Á næsta borg­ar­stjórn­ar­fundi 6. maí munu full­trú­ar VG leggja til að kaup­anda húss­ins verði ekki selt annað en það sem aug­lýst var til sölu, það er fast­eign­in að Frí­kirkju­vegi 11 og 900 m² lóð.

    8.    Það er með ólík­ind­um að meiri­hluti borg­ar­ráðs skuli hafa fyr­ir sitt leyti samþykkt þenn­an meingallaða samn­ing og lotið þannig ægi­valdi fjár­magns­ins. Það verður hins­veg­ar borg­ar­stjórn sem tek­ur end­an­lega ákvörðun."


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert