Hreinsunarátak í höfuðborginni

Borgarstjóri tók til hendinni með starfsmönnum borgarinnar í dag.
Borgarstjóri tók til hendinni með starfsmönnum borgarinnar í dag. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hóf vorhreingerningarátak borgarinnar í dag ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar við Breiðagerðisskóla þetta er upphaf hinnar árvissu vorhreinsunar í Reykjavík en hún stendur yfir í eina viku ár hvert.

Vorhreinsunin stendur til laugardagsins 3. maí, og þessa viku munu starfsmenn hverfastöðva Framkvæmda- og eignasviðs leggja garðeigendum lið og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert