Ísskápurinn sprakk í tætlur

Hurðin þeyttist út á gólf og innihald ískápsins dreifðist um …
Hurðin þeyttist út á gólf og innihald ískápsins dreifðist um eldhúsið. mbl.is/Árni Sæberg

Heimilisfólkið að Kvisthaga 15 í Reykjavík vaknaði klukkan hálf fimm í nótt við ógurlega sprengingu. Ísskápurinn virðist hafa sprungið. „Hann hreinlega tættist í sundur," sagði Ragar Eyþórsson eigandi ísskápsins. Ragnar sagði að óttaslegna nágranna hefði drifið að.

„Hurðin kastaðist af ísskápnum og hentist í rúðuna brýtur hana í mola. Höggbylgjan af sprengingunni sprengdi líka vegginn þar sem innréttingarnar eru hreinlega að losna af og veggurinn er líka sprunginn inni á baðherbergi," sagði Ragnar í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun.

Ísskápurinn sem er 6 ára af gerðinni Bloomberg tútnaði allur út við sprenginguna. Ragnar sagði að það hefðu verið matarleifar og sósuslettur út um allt eldhús. „Ísskápurinn er allur kúptur út eftir sprenginguna," sagði Ragnar.

„Hurðin þeyttist um tvo metra í gluggann sem er fjórir fermetrar og glerbrotum rigndi yfir götuna fyrir neðan," sagði Ragnar sem sagðist vera feginn að það viðraði vel því þau væru að bíða eftir nýrri rúðu í gatið. 

Lögreglan kom og tók skýrslu og maður frá tryggingafélagi Ragnars leit á rústirnar og sagðist ekki hafa séð annað eins á 20 ára ferli.

Ragnar sagði að enginn eldur hafi komið upp og að í skápnum hafi einungis verið hefðbundinn heimilismatur. 

Málið er óupplýst en Ragnar segist hafa fundið gaslykt eftir sprenginguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka