Má ég vera öðruvísi kona?

Elísabet Jökulsdóttir
Elísabet Jökulsdóttir mbl.is/Golli

„Mundu töfrana“, nýtt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur, var leiklesið síðastliðinn fimmtudag í Listaháskólanum og er það útskriftarverkefni Elísabetar í fræðum og framkvæmd en það hefur verið í mótun í 15 ár.

„Leikritið fjallar um innilokun, hvernig maður lokast í þröngum heimi, og allt utanaðkomandi er fellt inn í ævintýraheiminn. Ef húsið færi á uppboð, af því að enginn tími gefst til að opna gluggapóstinn, þá yrði það bara hluti af ævintýrinu. Þetta getur að mínum dómi verið lífshættulegt, ekkert síður en alkóhólismi eða fíkn. Maður getur verið bláedrú, en samt á fantasíufylliríi og ekki hlustað á aðra, ekki séð þá eins og þeir eru.“

Aðalpersónan í leikritinu er kona sem vill ekki verða stór. „Hún vill ekki eignast mann og sér karlmenn sem trúða eða bræður eða vini – breytir öllum mönnum. Þeir mega aldrei vera karlmenn. Og hún vill ekki vera kona. Hvað er það líka? Hvað er það að vera  kona? Á ég þá að fara í handsnyrtingu, kaupa naglalakk og kaupa tösku? Eða má ég vera öðruvísi kona?“

Elísabet veiktist á geði tvítug að aldri, fékk geðhvörf og er að skrifa bók um það sem hefur verið í mörg ár á teikniborðinu. „Svo ákvað ég á fótboltaleik að láta verða af því og hætta þessu kjaftæði,“ segir hún. „Ég fór heim með hauginn, lét allt flakka og skrifaði 150 síður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert