Ungir jafnaðarmenn og Græna netið plöntuðu í gær tveimur trjáplöntum á fyrirhugaðri byggingarlóð álvers í Helguvík. Að sögn Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, eiga plönturnar að vera táknrænir vaxtarsprotar fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum.
Vildi hópurinn minna á að fram kom í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja að mörgum smærri fyrirtækjum var neitað um frekari raforkukaup þar sem væntanlegu álveri hefði þegar verið lofað fáanlegri raforku. Einnig bárust af því fréttir í vikunni að álver Norðuráls á Grundartanga mengaði mun meira en áður var talið, og vildi hópurinn vekja til umhugsunar um hvaða mengunar mætti þá vænta í Helguvík.
Fengu plönturnar nöfnin Þórunn og Össur.