Sól á Suðurlandi skora á Össur

Neðri hluti Þjórsár.
Neðri hluti Þjórsár. mbl.is/Rax

Sam­tök­in Sól á Suður­landi skora á Össur Skapr­héðins­son iðnaðarráðherra að veita Lands­virkj­un ekki virkj­ana­leyfi í neðri hluta Þjórsár.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir: „Lands­virkj­un ætl­ar að byrja að virkja Þjórsá, jafn­vel þótt samn­ing­um við land­eig­end­ur sé ólokið. Eign­ar­nám vatn­rétt­inda­hafa við Þjórsá blas­ir því við,
þvert á gef­in lof­orð ráðamanna, nema ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar grípi inn áður en það verður of seint.
Ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa ít­rekað lýst því yfir að eign­ar­nám komi ekki til greina vegna virkj­ana í neðri hluta Þjórsá.
Þeir hljóta því að stöðva slík áform strax."
     


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka