Sól á Suðurlandi skora á Össur

Neðri hluti Þjórsár.
Neðri hluti Þjórsár. mbl.is/Rax

Samtökin Sól á Suðurlandi skora á Össur Skaprhéðinsson iðnaðarráðherra að veita Landsvirkjun ekki virkjanaleyfi í neðri hluta Þjórsár.

Í tilkynningu frá samtökunum segir: „Landsvirkjun ætlar að byrja að virkja Þjórsá, jafnvel þótt samningum við landeigendur sé ólokið. Eignarnám vatnréttindahafa við Þjórsá blasir því við,
þvert á gefin loforð ráðamanna, nema ráðherrar Samfylkingar grípi inn áður en það verður of seint.
Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ítrekað lýst því yfir að eignarnám komi ekki til greina vegna virkjana í neðri hluta Þjórsá.
Þeir hljóta því að stöðva slík áform strax."
     


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert