veðurstofan spáir norðanátt um allt land næstu daga og víða hitastigi um eða undir frostmarki. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að um sé að ræða árvisst vorhret og þess vegna megi búast við norðanhreti hvenær sem er í apríl og maí.
Undanfarna daga hefur verið frekar hlýtt og hiti vel yfir meðallagi. Haraldur segir að áfram megi búast við góðu veðri á Suðurlandi í dag en síðan kólni með kvöldinu. Svalt var fyrir norðan í gær og segir Haraldur að kaldara verði í dag. Sunnan til verði hitinn yfirleitt yfir frostmarki að degi til en um eða undir því fyrir norðan.