8 fluttir á slysadeild

Frá slökkvistarfinu að Dalbraut 27 í dag
Frá slökkvistarfinu að Dalbraut 27 í dag mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Átta voru flutt­ir á slysa­deild Land­spít­al­ans eft­ir elds­voðann að Dal­braut 27 í Reykja­vík síðdeg­is í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slysa­deild voru meiðsl flestra minni­hátt­ar nema kon­unn­ar sem var í íbúðinni þar sem eld­ur­inn kom upp. Hún ligg­ur al­var­lega slösuð á gjör­gæslu­deild.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rauða kross­in­um veittu níu sjálf­boðaliðar og starfs­fólk frá Rauða kross­in­um íbú­um húss­ins að Dal­braut 27 aðhlynn­ingu og sál­ræn­an stuðning en í hús­inu eru her­bergi og íbúðir fyr­ir aldraða. Íbúar 16 her­bergja gátu ekki snúið heim til sín fyr­ir nótt­ina og var Rauði kross­inn ásamt starfs­fólki Dal­braut­ar í sam­bandi við aðstand­end­ur þeirra og út­vegaði þeim gist­ingu sem á þurftu að halda. Þá var starfs­fólki boðin áfalla­hjálp.

Eld­ur­inn kom upp í íbúð á ann­arri hæð húss­ins. Ekki er vitað um elds­upp­tök. Um klukk­an 17:15 var til­kynnt um eld­inn og að einn íbúi væri inni í íbúðinni þar sem eld­ur­inn hafði komið upp og sendu bæði slökkvilið og lög­regla á höfuðborg­ar­svæðinu mik­inn mann­skap á svæðið.  Reykkafar­ar fóru inn og sóttu kon­una. Um 50 íbú­ar í hús­inu þurftu á aðstoð að halda við að kom­ast út úr hús­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert