Mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðum víða um land í dag. Mikill sinubruni sem erfiðlega gekk að slökkva blossaði upp við Hvaleyrarvatn og annar í Garðabæ við Sjávargrund í grennd við bensínafgreiðslustöð. Fyrir utan brunann að Dalbraut 27 þurfti einnig að ná í mann á Miðdalsheiði.
Maðurinn var á göngu er hann fann til brjóstverkja. Slökkviliðið sendi sérbúinn jeppa og sexhjól til að sækja manninn.
Einnig komu upp tveir sinubrunar á fjórða og fimmta tímanum í grennd við Selfoss og hinn við Stokkseyri. Sinueldurinn við Tjarnarbyggð á milli Selfoss og Eyrarbakka fór nálægt íbúðarhúsum.