Bein útsending frá Hnjúknum

Gönguhópurinn á toppnum.
Gönguhópurinn á toppnum. mbl.is

Starfs­fólk Sím­ans sem lagði á Hvanna­dals­hnjúk kl. 00:30 er komið á tind­inn í góðu veðri og send­ir nú út hljóð og mynd frá tjald­búðum sín­um frá tind­in­um í gegn­um nýj­an lang­dræg­an 3G sendi sem sett­ur hef­ur verið upp skammt frá Vatna­jökli. Leiðang­urs­stjóri er Har­ald­ur Örn Ólafs­son fjallagarp­ur.

Har­ald­ur sagði að hóp­ur­inn myndi dvelja um klukku­stund á toppn­um og prófa send­ing­ar­búnaðinn og síma­sam­bandið en síðan yrði haldið niður og reiknaði hann með um fjög­urra tíma göngu til byggða.

„Það er al­veg 360 gráðu tært út­sýni. Maður sér Mýr­dals­jök­ul al­veg og inn á allt há­lendið og Vatna­jök­ul hér fyr­ir aft­an okk­ur og inn í Kverk­fjöll og um allt land má segja," sagði Har­ald­ur Örn í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

„Við höf­um gengið jafnt og þétt og hóp­ur­inn í góðu formi, marg­ir eru auðvitað pínu þreytt­ir en all­ir mjög spræk­ir," sagði Har­ald­ur Örn. Hóp­ur­inn gekk fyrsta hluta leiðar­inn­ar með ljós til að rata en þó var ekki al­gert myrk­ur og að sögn Har­ald­ar var mjög gott veður alla leiðina.

 Í ferðinni eru 55 starfs­menn og 7 far­ar­stjór­ar ásamt nokkr­um meðlim­um úr björg­un­ar­sveit Akra­ness sem ætla að halda stjórn­ar­fund fé­lags­ins ofan af Hvanna­dals­hjúkn­um.

Hægt er að sjá beina út­send­ingu á vef Sím­ans.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert