Sturla Jónsson atvinnubílstjóri gengur nú sem leið liggur frá Kringlunni í Reykjavík á Austurvöll til að mótmæla eldsneytisálögum og reglum um hvíldardaga flutningabílstjóra. Með honum gengur um 10 -15 manna hópur og bílstjórar sem eiga leið hjá þeyta bílflautur sínar.
Í tilkynningu frá Sturlu til fjölmiðla segir: „Í ljósi þess að ökutæki mitt hefur verið tekið af mér og þar af leiðandi hef ég verið sviptur atvinnutæki, geng ég persónulega einnig vegna þess."