Fern mislæg gatnamót á þjóðveginum um Kjalarnes

Kjalarnes
Kjalarnes

Fern mislæg gatnamót verða á Vesturlandsvegi um Kjalarnes samkvæmt tillögum sem liggja núna fyrir en Reykjavíkurborg er að undirbúa breytingu á aðalskipulagi vegna tvöföldunar vegarins.

Þessi hluti Vesturlandsvegar liggur frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum. Vinna þarf umhverfismat á veginum áður en hægt er að hefja framkvæmdir. Einnig þarf að gera breytingar á aðalskipulagi og vinna deiliskipulag.

Ekki liggur fyrir hver kostnaður við þennan veg gæti orðið en um er að ræða framkvæmd sem kostar milljarða.

Vegurinn tengist tveimur öðrum stórum framkvæmdum sem eru í undirbúningi, Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að teikning af gatnamótunum frá Vegagerðinni kann að taka breytingum við frekari vinnslu málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert