Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fjögur útköll í nótt, þrjú þeirra voru íkveikjur, kveikt var í rusli bæði við Réttarholtsskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og einnig var slökktur eldur í dekkjahrúgu og rusli við Krísuvíkurveg. Eldur kom upp í bíl í Bryggjuhverfi um miðnætti.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn í jepplingi sem stóð við Naustabryggju og stóð í ljósum logum er slökkvilið bar að garði. Ekki er vitað hvað olli þeim bruna.