Mjótt á mununum í Íslandsmótinu í brids

Nýbakaðir Íslandsmeistar í brids.
Nýbakaðir Íslandsmeistar í brids.

Sveit Breka jarðverks varð í kvöld Íslandsmeistari í brids eftir fjögurra sveita úrslitakeppni. Sveitin endaði með 238 stig, sveit Grant Thornons fékk 230 stig og sveitir Enorma og Skeljungs 224 stig en fyrrnefnda sveitin fékk þriðja sætið á innbyrðis viðureign.

Sveit Íslandsmeistaranna skipuðu Símon Símonarson, Rúnar Magnússon, Ragnar Magnússon, Sigurður Vilhjálmsson, Júlíus Sigurjónsson og Páll Valdimarsson.

Heimasíða Bridgesambands Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert