Sturla: Ég berst fyrir ykkur

Sturla Jónsson ásamt félögum á Austurvelli í dag.
Sturla Jónsson ásamt félögum á Austurvelli í dag. mbl.is/Július

Sturla Jónsson atvinnubílstjóri hélt stutta tölu á Austurvelli í Reykjavík í dag. Hann þakkaði þeim sem gengu með honum í dag fyrir stuðninginn og sagðist mundu halda áfram þessari baráttu fyrir almenning í landinu. 

„Ég fékk hugmyndina að þessari göngu bara upp úr hádeginu í dag," sagði Sturla í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hann sagði að lögreglan vildi afhenda honum skemmdan bíl sem hafði skemmst í meðförum hennar þó að bíllinn hafi staðið fullkomlega löglega á bílaplani. Þetta sagðist Sturla hafa fengið staðfest hjá Vegagerð ríkisins.

Tryggingarnar segja þetta ekki þeirra mál 

„TM tryggingafélagið hefur sagt mér að þetta sé ekki þeirra mál," sagði Sturla og bætti því við að hann væri kominn með lögfræðinga í málið og jafnframt að aðgerðum bílstjóra myndi verða haldið áfram með einum hætti eða öðrum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka