Stór hópur starfsfólks Símans ásamt fararstjórum hafa nú yfirgefið Hvannadalshnjúk þar sem þau dvöldu í um klukkustund og sendu beint út á netið í gegnum 3G net Símans sem nú er virkt á þessu svæði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sent er út bæði hljóð og mynd í beinni útsendingu frá Hvannadalshnjúk.
Útsendingin fór fram í gegnum fartölvu með 3G korti og þaðan í gegnum sendi á Háfelli við Vík í Mýrdal sem er um 120 km fjarlægð frá Hvannadalshnjúk.