Dauðan háhyrning rak á land fyrir neðan við bæinn Haga á Barðaströnd á sumardaginn fyrsta. Finnbogi Kristjánsson bóndi á Breiðalæk sá hvalinn og dró hann upp úr flæðarmálinu á þurrt land.
Um er að ræða gamalt karldýr. Háhyrningar eru sem þekkt er sk. tannhvalir en tennurnar voru eyddar í þessum sem hér rak. Sýni sem tekið var úr háhyrningnum var sent í rannsókn á Hafrannsóknarstofnun.