DNA próf til að sannreyna hver ók

Lögreglan á Selfossi segir, að það hafi gerst tvívegis nýlega, að fólk var stöðvað grunað um að aka undir áhrifum fíkniefna og áfengis, sé grunð um að hafa gefið upp nafn systkina sinna. Við rannsókn málanna mun fara fram DNA próf til að sannreyna hverjir hafi verið ökumenn í umrædd skipti.

Lögreglan á Selfossi kærði um helgina tvo ökumenn  fyrir ölvunarakstur og tvo fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.  Í öðru fíkniefnaaksturstilvikinu var grunur um að ökumaður, kona, hafi gefið upp nafn systur sinnar.

Lögreglan segr, að fyrir nokkru hafi það gerst, að karlmaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Hann hafði síðar samband og sagðist hafa gefið upp nafn tvíburabróður síns.

Lögreglan segir, að komi í ljós að þetta fólk hafi ætlað að koma sök á aðra muni það verða ákært fyrir rangar sakargiftir og fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur að auki.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert