Strætó Bs hefur afhent öllum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu strætókort sem gerir starfsfólki og börnum kleift að ferðast endurgjaldslaust um borgina á skólatíma.
Í fréttatilkynningu kemur fram að áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólaráði Reykjavíkur hafa fagnað þessu, enda eru vettvangsferðir leikskólabarna, s.s. með strætó, mikilvægur þáttur í að þau kynnist sínu nánasta umhverfi og borgarsamfélaginu.