Landspítali frestar nýju vaktakerfi

Anna Stefánsdóttir og Björn Zoega, forstjórar Landspítalans, á blaðamannafundi í …
Anna Stefánsdóttir og Björn Zoega, forstjórar Landspítalans, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

For­svars­menn Land­spít­ala hafa frestað gildis­töku nýs vakta­kerf­is, sem átti að taka um mánaðamót­in, fram til 1. októ­ber. Legg­ur spít­al­inn til að hjúkr­un­ar­fræðing­ar og geisla­fræðing­ar, sem höfðu sagt upp um mánaðamót­in vegna kerf­is­ins, fresti upp­sögn­um fram á haust og tím­inn verði nýtt­ur til viðræðna og samn­inga.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi, sem hófst nú klukk­an 16 en þar las Anna Stef­áns­dótt­ir, ann­ar tveggja starf­andi for­stjóra spít­al­ans, upp frétta­til­kynn­ingu þessa efn­is. 

Fram kom í frétt­um Útvarps­ins, að hjúkr­un­ar­fræðing­ar muni vænt­an­lega greiða at­kvæði um þessa til­lögu á morg­un en fund­ur hef­ur verið boðaður í fé­lagi þeirra um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka