Landspítali frestar nýju vaktakerfi

Anna Stefánsdóttir og Björn Zoega, forstjórar Landspítalans, á blaðamannafundi í …
Anna Stefánsdóttir og Björn Zoega, forstjórar Landspítalans, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Forsvarsmenn Landspítala hafa frestað gildistöku nýs vaktakerfis, sem átti að taka um mánaðamótin, fram til 1. október. Leggur spítalinn til að hjúkrunarfræðingar og geislafræðingar, sem höfðu sagt upp um mánaðamótin vegna kerfisins, fresti uppsögnum fram á haust og tíminn verði nýttur til viðræðna og samninga.

Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem hófst nú klukkan 16 en þar las Anna Stefánsdóttir, annar tveggja starfandi forstjóra spítalans, upp fréttatilkynningu þessa efnis. 

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að hjúkrunarfræðingar muni væntanlega greiða atkvæði um þessa tillögu á morgun en fundur hefur verið boðaður í félagi þeirra um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert