Landspítalinn horfir til Noregs

Landspítalinn hefur auglýst eftir geislafræðingum til starfa en 40 af 52 geislafræðingum hætta störfum 1. maí ef ekki leysist úr deilunni milli þeirra og stjórnenda spítalans. Ef svo fer sem nú horfir verður sú raunin.

Hansína Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri á myndgreiningarsviði LSH, segir að ef uppsagnirnar gangi eftir þurfi að ráða jafnmarga í staðinn og rætt hafi verið um að auglýsa á Norðurlöndunum og jafnvel á Írlandi. Þegar starfa sex norskir geislafræðingar á Landspítalanum og er einkum horft til Noregs í von um framtíðarstarfskrafta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert