Mikil yfirferð á grásleppunni

Unnið að mælingum og sýnatöku á hrognkelsum sem veidd voru …
Unnið að mælingum og sýnatöku á hrognkelsum sem veidd voru í sérstök rannsóknarnet. Rannsóknirnar eru á vegum Biopol-sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd.

 Rannsóknir á hrognkelsum, grásleppu og rauðmaga í Húnaflóa og Skagafirði standa nú sem hæst á vegum Biopol sjávarlíftækniseturs í samvinnu við Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar, Landssamband smábátaeigenda og Háskólann á Akureyri. Hafa aðilar á vegum stofnananna unnið að merkingum og margs konar mælingum á grásleppu og rauðmaga á yfirstandandi vertíð.

Að sögn forsvarsmanna verkefnisins hjá Biopol er nú verið að safna gögnum og sýnum úr hrognkelsum á þessum hafsvæðum. Það hefur þegar komið nokkuð á óvart hversu mikla yfirferð grásleppan hefur. Þannig hafa grásleppur sem merktar voru á Skagafirði og sleppt aftur grunnt við Skagann verið að veiðast á veiðislóð norður við Grenivík sex dögum síðar eftir 80 km ferðalag. Þá virðast sjávarstraumar ekki skipta máli fyrir ferðalög þessa mikla nytjafiskjar því grásleppur, sem veiddar voru innarlega með Ströndum, hafa komið fram í afla báta sem eru að veiða nyrst við Strandirnar. Kemur þetta vönum grásleppukörlum nokkuð á óvart því straumurinn liggur inn með Ströndunum og hefur hún því þurft að taka upp hætti laxins með það að synda móti straumi til að finna sér góðan hrygningarstað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert