Ráðherrar á rökstólum

Ráðherrarnir ræddu við blaðamenn eftir fundinn.
Ráðherrarnir ræddu við blaðamenn eftir fundinn. mbl.is/Ómar

Finnski for­sæt­is­ráðherr­ann, Matti Van­han­en sem er stadd­ur hér í op­in­beri heim­sókn ræddi við Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra í ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í Reykja­vík í dag. Ráðherr­arn­ir ræddu mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins en tóku skýrt fram að ekki var rædd aðild Íslands.

Ráðherr­arn­ir ræddu einnig sam­skipti hvors rík­is um sig við Rúss­land, flug­ferðir rúss­neskra herflug­véla inn í flug­um­sjón­ar­svæði land­anna og viðskipta­samn­inga og fleira.

Að skilnaði gaf Geir H. Haar­de Matti Van­han­en finnska þýðingu af skáld­sög­unni Argóarflís­inni eft­ir Sjón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert