Sjóður stofnaður í nafni Bjarna Benediktssonar

Bjarni Benediktsson. ódagsett.
Bjarni Benediktsson. ódagsett. mbl.is/ÓKM

100 ár verða liðin frá fæðingu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, þann 30. apríl og í til­efni af því hef­ur verið stofnaður  sjóður­inn Rann­sókn­ar­styrk­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar verið stofnaður. Verða fyrstu styrk­ir úr sjóðnum af­hent­ir  í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu við Hverf­is­götu þenn­an dag.

Við at­höfn­ina, sem Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráðherra, stjórn­ar, skýra for­menn dóm­nefnda, Anna Agn­ars­dótt­ir, sagn­fræðipró­fess­or, og Ró­bert R. Spanó, lög­fræðipró­fess­or, frá fyrstu rann­sókn­ar­styrkþegum.

Fram kem­ur, að mark­mið sjóðsins sé að styrkja rann­sókn­ir á þeim sviðum lög­fræðinn­ar, sem snerta innviði stjórn­skip­un­ar­inn­ar og réttarör­yggi borg­ar­anna gagn­vart leyf­is­valdi og eft­ir­liti stjórn­valda. Styrk­ir á svið hag- og stjórn­mála­sögu 20. ald­ar til okk­ar daga skulu veitt­ir til að efla rann­sókn­ir og dýpka skiln­ing á umbreyt­ing­um í ís­lensku efna­hags­lífi, stjórn­mál­um og ut­an­rík­is­mál­um á 20. öld.

Skulu ár­lega veitt­ir allt að þrír styrk­ir á hvoru fræðasviði, ein millj­ón og tveir 500 þúsund króna styrk­ir, það er að há­marki fjór­ar millj­ón­ir á ári og er mark­miðið, að sjóður­inn starfi í fimm ár. Sjóðsstjórn hef­ur sent bréf til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og boðið þeim að leggja sjóðnum lið með fjár­fram­lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert