Fyrstu geitungarnir eru farnir að sjást og feitar og loðnar hunangsflugur byrjaðar að sveima makindalega um garða landsmanna.
Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun þorir lítið að spá um hvernig skordýrasumarið verður, en segir þó að snjórinn sem verið hefur í vetur hafi haft verndandi áhrif á skordýralífið.
Býflugan er mjög stundvís og fer yfirleitt að sjást 19. apríl, en í ár sást sú fyrsta þó degi fyrr. Þá má nefna að fiðrildið birkivefari er farið að sjást mikið, en birkivefarinn liggur í dvala fullorðinn. Hann hverfur svo þegar vorið líður.