Vandræðaástand í skólum á Akranesi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/ÞÖK

Vandræðaástand ríkir nú í grunnskólum Akraness en kennarar í bænum hafa samþykkt að taka ekki að sér neina forfallakennslu eða tilfallandi yfirvinnu. Ákvörðunin kom til framkvæmda í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum Hrannar Ríkharðsdóttur, skólastjóra Grundaskóla, hefur hún þegar mikil áhrif á skólastarfið. 

„Í dag eru fjórir kennarar frá vegna veikinda og við höfum engin önnur ráð en að fella niður kennslu. Við erum ekki með neina forfallakennara og byggjum því algerlega á forfallakennslu fastráðinna kennara,” sagði Hrönn er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í dag.  

Þá sagði hún kennara hafa farið fram á að fá sambærilegar álagsgreiðslur og kennarar á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið en að því hafi ítrekað verið hafnað af bæjaryfirvöldum í bænum. Trúnaðarmaður kennara átti fund með fulltrúum bæjaryfirvalda á föstudag en ekki liggur neitt fyrir um niðurstöður þess fundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert