Skelfilegt er orðið sem talsmenn bæði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins notuðu til að lýsa þeim tíðindum sem bárust frá Hagstofu íslands í morgun um 11,8 prósenta verðbólgu í apríl. Þetta er mesta hækkun verðbólgu á einum mánuði í tuttugu ár.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir að ekki einu sinni kraftaverk geti lengur komið í veg fyrir að reyni á endurskoðunarákvæði kjarasamninganna í byrjun næsta árs. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, tók í sama streng.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:
4 milljónir í verðbólguaðgerðir
Lést af völdum brunasára
Viðurkennir brot gegn dóttur sinni
Sauðburður að hefjast
Forsætisráðherra Finnlands heimsækir Ísland
Gas slær í gegn